/
Við hugum að öryggi þínu

Við gætum vel að öllu hreinlæti og hvetjum gesti okkar til að hafa í huga eftirfarandi

 

Þjóðleikhúsið leggur allt kapp á að gæta öryggis gesta og starfsfólks í góðu samráði við sóttvarnaryfirvöld á tímum farsóttarinnar.

 • Mætum tímanlega í leikhúsið til að forðast raðir.
 • Í leikhúsinu er gott aðgengi að vatni, sápu og handspritti.
 • Raðað er í sæti í leikhúsinu samvæmt gildandi nándar- og fjöldatakmörkunum hverju sinni. Við biðjum gesti að halda þeirri fjarlægð sem óskað er á hverjum tíma.
 • Áhorfendasvæði í Stóra salnum er skipt í tvö sóttvarnarhólf, neðra svæði (bekkir 1.-14.) og efra svæði (bekkir 16.-24.).
 • Gestum er skylt að nota grímur í leikhúsinu. Það á líka við inni í sal meðan á sýningu stendur.
 • Samkvæmt sóttvarnarreglum sem í gildi eru er áfengissala ekki heimil.
 • Hlé eru ekki heimil, nema á barnasýningum.
 • Gestum er einungis heimilt að sitja þeim númeruðu sætum sem tilgreind eru á miða.
 • Gestir eru hvattir til þess að koma með sínar eigin grímur en leikhúsið býður einnig upp á grímur við innganginn.
 • Nándartakmarkanir taka ekki til barna (f. 2005 og síðar) og óskyldum börnum er heimilt að sitja hlið við hlið.
 • Þegar fullorðnir og börn koma saman í leikhúsið, þá sitja börnin hvort sínu megin við fullorðna, þannig að fullorðnir sitji fyrir miðju í hópnum.
 • Gætum vel að persónulegum sóttvörnum og munum að heilsa hvert öðru án snertingar.
 • Gætum þess að ekki myndist hópar í forsal eða við salerni.
 • Nýtum rafræna miða í stað þess að prenta þá, og framvísum miðum með síma.
 • Við bjóðum upp á snertilausar greiðslur í miða- og veitingasölu.

Ef þú vilt frekari upplýsingar, ert með einhverjar áhyggjur eða ert með séróskir, þá biðjum við þig um að hafa samband og við gerum okkar besta til að tryggja að upplifun þín verði sem ánægjulegust og fyllst öryggis sé gætt.Þú getur haft samband í gegnum netfangið midasala@leikhusid.is og í síma 551 1200

Opnunartími miðasölu
Opið frá 12-18 á virkum dögum Sýningardögum frá 12-20
Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími